Óska eftir landi undir fjárhúsabyggð
Fjáreigendafélag Grindavíkur hefur óskað eftir því að Grindavíkurbær taki að sér að skipuleggja land undir fjárhúsabyggð. Svæðið þyrfti að vera þannig staðsett að nokkuð rúmgott gerði gæti verið við hvert fjárhús ásamt aðgengi að vatni og rafmagni, segir í fundargerð skipulags- og bygginganefndar. Nefndin leggur til að skipaður verði starfshópur til að vinna að framgangi verkefnisins.
---
VFmynd/elg – Réttir í Grindavík.