Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óska eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir BYKO
Fyrirhugað verslunarhús BYKO við Fitjabraut í Njarðvík.
Miðvikudagur 7. september 2022 kl. 21:52

Óska eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir BYKO

Smáragarður ehf. hefur óskar eftir breytingu á deiliskipulagi við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar á lóðinni Fitjabraut 5-7 í Reykjanesbæ, samkvæmt uppdrætti JeES arkitekta ehf. dags. 18. júlí 2022. Heimild verði fyrir tveggja hæða húsi á sameinuðum lóðum nr. 5 og 7 við Fitjabraut. Lóðin verður 23.800 m2 með nýtingarhlutfall 0,29-0,38.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda og með þeim fyrirvara að áður en byggingaráform eru afgreidd verði lóðaruppdráttur borinn undir umhverfis- og skipulagsráð til samþykktar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með umsókninni fylgja uppdrættir og útlitsteikning að fyrirhuguðu verslunarhúsnæði BYKO sem stefnt er á að reisa við Fitjabraut í Njarðvík.