Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Óska eftir 520 metrum af viðleguköntun í Helguvík
  • Óska eftir 520 metrum af viðleguköntun í Helguvík
Þriðjudagur 21. október 2014 kl. 08:34

Óska eftir 520 metrum af viðleguköntun í Helguvík

Framkvæmdastjóri Reykjaneshafnar hefur lagt fram drög að óskum Reykjaneshafnar til hafnargerðar og sjóvarna í nýja samgönguáætlun 2015 - 2018.

Stærstu verkefnin eru 100 m. viðlegukantur í Helguvík vestur af núverandi 150 m. viðlegukanti og 60 m. viðlegukantur í austur sem munu þjóna væntanlegum kísilverum.  

Einnig er lögð fram ósk um nýjan 360 m. viðlegukant fyrir gámaskip og súrálskip, sem mun þjóna álverinu og útflutningi frá kísilverunum ofl. fyrirtækjum í Helguvík og á Reykjanesi.

Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæ samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu framkvæmdastjóra um óskir að ríkisframlagi í Samgönguáætlun 2015 - 2018.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024