Óska aðstoðar við kaup á VHF talstöðvakerfi
Björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ, Ægir í Garði og Sigurvon í Sandgerði, hafa óskað eftir því við Suðurnesjabæ að þær fái aðstoð bæjarfélagsins til kaupa á VHF talstöðvakerfi.
VHF talstöðvarnar eru hluti af almannavarnabúnaði sem björgunarsveitirnar eru að koma sér upp en VHF kerfið er óháð öðrum fjarskiptakerfum og virkar í langvarandi rafmagnsleysi.