Ósjálfbjarga sökum áfengisneyslu
Nokkuð var um annir í Sandgerði í nótt en þessa helgina fara þar fram svokallaðir Sandgerðisdagar. Einn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur þar í bæ, annar maður var handtekinn vegna óspekta og vistaður í fangaklefa en fíkniefni fundust í fórum hans. Þá fékk kona ein að sofa úr sér hjá lögreglunni en hún hafði verið ósjálfbjarga sökum áfengisneyslu. Frá þessu greinir á vef lögreglunnar.
Auk þessara mála voru annir í Sandgerði fram eftir nóttu við að færa börn og unglinga, sem ekki höfðu aldur til útiveru, til starfsmanna félagsmálaráðs bæjarins sem síðan komu börnunum heim.
Annars fór næturlífið á Suðurnesjum vel fram og fámennt á skemmtistöðum í Reykjanesbæ og í Grindavík.
Einn ökumaður var um nóttina kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.
Auk þessara mála voru annir í Sandgerði fram eftir nóttu við að færa börn og unglinga, sem ekki höfðu aldur til útiveru, til starfsmanna félagsmálaráðs bæjarins sem síðan komu börnunum heim.
Annars fór næturlífið á Suðurnesjum vel fram og fámennt á skemmtistöðum í Reykjanesbæ og í Grindavík.
Einn ökumaður var um nóttina kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.