Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ósáttir vinnufélagar
Mánudagur 27. júní 2005 kl. 09:31

Ósáttir vinnufélagar

Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu í gærmorgun þess efnis að maður hefði verið sleginn í andlitið af vinnufélaga sínum. Var þetta á heimili þeirra en þeir höfðu lent þar í átökum. Farið var með annan manninn til læknis en hinn taldi sig ekki þurfa læknisaðstoðar. Þeir voru báðir ölvaðir.

Rétt fyrir klukkan 05:00 í gærmorgun var tilkynnt að bifreið hafi verið stolið fyrir utan Steypustöðina í Helguvík. Var það á milli 13:40 og 14:45. Bifreiðin er nr. YE-601 Toyota Corolla árgerð 1004 grá að lit.

Um klukkan 17:00 í gær var tilkynnt um þrjú torfæruhjól akandi í hlíðum Húsafjalls. Er lögreglumenn komu á staðinn voru hjólin á bak og burt en förin eftir þau sáust greinilega í hlíðum fjallsins.

Fjögur ölvunarútköll bárust á dagvaktinni í gær en fimm ökumenn voru kærir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók var á 119 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.

Nú undir morgun límdu svo lögreglumenn skoðunar og upplýsingamiða á 6 ökutæki þar sem eigendur þeirra höfðu ekki farið með bifreiðar sínar til aðalskoðunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024