Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Ósætti um skólamál kosta Garðmenn um 50 millj. króna
Sunnudagur 13. maí 2012 kl. 13:29

Ósætti um skólamál kosta Garðmenn um 50 millj. króna


Ósætti og langvarandi deilur um málefni Gerðaskóla eru aðal ástæður þess að Kolfinna Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi D lista ákvað að ganga til liðs við minnihlutann í Garðinum. Víkurfréttir hafa traustar heimildir fyrir því að Kolfinna hafi ákveðið að segja skilið við meirihlutann ef Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri myndi skipta sér af ráðningu skólastjóra Gerðaskóla.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Ljóst er að eineltismál í Gerðaskóla eru að kosta bæjarfélagið skildinginn. Uppsögn skólastjórans um áramótin kostuðu um 20 millj. kr. og nú kostar uppsögn bæjarstjórans um 30 milljónir króna, samtals því um 50 millj. kr. Fyrir nokkrum dögum kom fram gagnrýni í skýrslu á störf bæjaryfirvalda og skólanefndar.

Í bréfi frá nýjum meirihluta kemur fram að farið verði í þá vinnu að skipa á ný í ráð og nefndir og auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra, strax eftir helgina.

Rúv.is segir frá því í morgun að bortthvarf Kolfinnu hafi komið félögum hennar í D listanum á óvart og hún hafi ekki rætt við þá um þetta skref sem hún tók í gær.

VF-mynd: Frá 100. fundi bæjarstjórnar Garðs sem haldinn var nýlega.