Öryggisvörður hélt innbrotsþjófi á HSS
Brotist var inn í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undir morgun, en öryggisvörður varð þjófsins var og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann.
Talið er víst að hann hafi ætlað að stela þar lyfjum og verður hann yfirheyrður í dag.







