Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öryggisverðir Isavia til starfa á Landspítala
Laugardagur 11. apríl 2020 kl. 16:07

Öryggisverðir Isavia til starfa á Landspítala

Þjónustusvið Landspítalans hefur fengið liðsinni frá Isavia og hefur starfsfólk frá þeim hefur komið til starfa á sjúkrahúsum og það gengur vel, að því fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Um er að ræða öryggisverði af Keflavíkurflugvelli sem sinna öryggismálum og birgðaflutningum á milli sjúkrahúsa og sýnir hvernig starfsmannaskipti á milli stofnana getur virkað á hættutímum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á upplýsingafundinum í dag kom fram hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að faraldurinn er á niðurleið og lítið er um samfélagslegt smit. Við megum þó búast við að smit verði viðvarandi og því er ómögulegt að segja hversu lengi smit munu greinast. Þá geti hópsýkingar greinst t.d. í bæjarfélögum. Enn er stór hópur í samfélaginu móttækilegur fyrir smiti.

Aðgerðir næstu mánaða þurfa að tryggja að faraldurinn fari ekki aftur á flug. Einnig þarf að tryggja að aðgeðir hafi sem minnstan samfélagslegan skaða. Aðgerðirnar eru íþyngjandi fyrir alla en tilgangur þeirra er að stoppa veiruna.

Hvað tekur við eftir 4. maí? Þá munu hefjast aðgerðir sem miða að því að létta á höftunum sem gripið var til en það verður að gerast á tiltölulega löngum tíma. Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum senda minnisblað til heilbrigðisráðherra um hvernig se ráðlagt að létta á hömlunum og verður ákvörðun ráðherra líklega kynnt í vikunni eftir páska.

Almenningur þarf að vera undir það búið að takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar. Jafnframt er viðbúið að takmarkanir verða settar á komu erlendra ferðamanna og sömuleiðis á ferðalög Íslendinga erlendis.

Almennar aðgerðir eru nauðsynlegar áfram eins og hreinlætisaðgerir, fjarlægðartakmarkanir, forðast fjölmenn mannamót o.s.frv.

Bóluefni mun ekki leysa þau vandamál sem þessi veira hefur skapað. Að áliti sóttvarnalæknis er langt í land með að öruggt og virkt bóluefni komist í almenna notkun. Almennar aðgerðir verða því áfram í lykilhlutverki í baráttunni gegn veirunni.

Hjá Ölmu Möller landlækni kom fram að heilbrigðisþjónustan virki vel þó álagið sé mikið. Rannsókn á máli er kom upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og varðar bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustu er í gangi. Hún sagði samvinnu mikilvæga forsendu til að koma í veg fyrir að fólk sem hefði ekki starfsleyfi kæmi til starfa í heilbrigðiskerfinu. Alma sagði að stofnanir yrðu alltaf að fara yfir gögn og vottorð með umsóknum um starf. Hún sagði að frá og með deginum í dag geti heilbrigðisstofnanir fengið beinan aðgang að starfsleyfaskrá embættis landlæknis. Þá er heimsfaraldur falsfrétta í gangi. Öllu skiptir að hafa ábyrga fjölmiðla sem vinna samkvæmt siðareglum og veita stjórnvöldum aðhald. Við erum heppin með fjölmiðla á Íslandi og falsfréttir hafa ekki náð flugi hér að sögn landlæknis.

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði að fleiri hefðu útskrifast úr eftirliti á covid deild LSH en eru nú í eftirliti hjá henni, 820 eru nú í eftirliti en yfir 900 er batnað. Páll tók fram að maskar sem bárust í fyrrakvöld hefðu valdið áhyggjum en nánari skoðun hefði leitt í ljós að þeir uppfylltu kröfur, ef þeir væru nýttir samkvæmt leiðbeiningum. Hann sagði að þessir maskar henti til margvíslegra nota. Gott hefði verið að fá þessar fréttir.

Páll sagði að fram hefði komið í símtölum hjúkrunarfræðinga við fólk að margir eru kvíðnir og áhyggjufullir yfir því hvernig verður að koma aftur út í lífið. Hann ítrekar að ótti fólks við smit og sýkingar megi ekki birtast með þessum hætti. Þegar fólki er batnað sé því batnað. Sýndum samkennd og tökum vel á móti fólki sem kemur aftur út í samfélagið.

Þjónustusvið spítalans hefur fengið liðsinni frá Isavia – starfsfólk frá þeim hefur komið til starfa á sjúkrahúsum og það gengur vel. Það sinnir öryggismálum og birgðaflutningum á milli sjúkrahúsa og sýnir hvernig starfsmannaskipti á milli stofnana getur virkað á hættutímum.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarvæðinu, fjallaði um mikilvægi sjúkraflutninga. Við flutninga á sjúklingum er nauðsynlegt að vita ef aðilar eru í sóttkví eða einangrun. Ef það virkar ekki getur það haft mikil áhrif á sjúkraflutningaþjónustu. Sú staða gæti komið upp að allt viðbragðsteymið þurfi að fara í sóttkví. Hann sagði að öllum yrði þjónað en staða fólks réði því hvort að sjúkraflutningamenn þyrftu að mæta í hlífðarbúnaði.

Slökkviliðið hefur fjölgað bækistöðum úr 5 í 12 – íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta því átt von á því að sjúkrabílar komi frá húsnæði þar sem þeir voru ekki áður. Búið er að skipta starfseminni niður á nokkur svæði.

Sjúkraflutningar taka lengri tíma en áður. Búnaður er annar en áður. Eftir hvern flutning þarf að sótthreinsa alla bíla. Nýir bílar hafa verið tekið í notkun sem kallast covid bílar. Það er gert til að missa ekki sjúkrabíla í covid útköll. Í apríl hafa verið 150 covid flutningar. Stuðningur hefur borist frá mörgum aðilum – samstarfsaðilum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Miklar þakkir til starfsmanna sem hafa meira og minna einangrað sig frá fyrra lífi til að geta haldið áfram að mæta til vinnu og sinna þjónustu við almenning.