Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Öryggisverðir í Leifsstöð mótmæla
Mánudagur 14. apríl 2008 kl. 11:06

Öryggisverðir í Leifsstöð mótmæla

Öryggisverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar afhentu í gær Kristjáni Möller, samgönguráðherra undirskriftalista þar sem þeir mótmæla uppstokkun löggæsluembættisins en gert er ráð fyrir að þeir fari undir stjórn samgönguráðherra.

Sjötíu og tveir öryggisverðir af áttatíu sem starfa í Leifsstöð skrifuðu undir áskorun til ráðherra um að löggæsluembættinu, sem þeir hafa tilheyrt, verði ekki skipt upp eins og til stendur. Þeir hafa starfað undir lögreglu og tollstjóranum, Jóhanni R. Benediktssyni og vilja vera þar áfram.

Kristján Möller, samgönguráðherra, sagðist ætla að fara vandlega yfir málefni öryggisvarðanna á næstu dögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024