Örugg efri ár - íbúar fæddir 1933 fá heimsókn
Heldri borgarar fæddir 1933 og búsettir í Reykjanesbæ, athugið. Nú ætlar kvennasveitin Dagbjörg í Reykjanesbæ í samstarfi við Securitas að heimsækja ykkur 19. febrúar milli kl. 11 og 15 og færa ykkur næturljós og segla á ísskápinn ásamt því að fræða ykkur um neyðarhnappinn og aðrar hættur sem geta leynst á heimilinu. Við vonumst til að sem flest ykkar sjái sér fært að taka á móti okkur.
Kvennasveitin Dagbjörg
Þessa tilkynningu láðist að birta í Víkurfréttum á fimmtudag. Ætla má að netnotkun þeirra sem fæddir eru 1933 sé ekki eins algeng og hjá þeim sem yngri eru. Ef þú þekki íbúa í Reykjanesbæ sem fæddur er 1933, þá vinsamlega komdu þessum skilaboðum til viðkomandi.
Ritstj.