Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Örtröð í nýrri Nettó-verslun í allan dag
Miðvikudagur 8. apríl 2009 kl. 22:14

Örtröð í nýrri Nettó-verslun í allan dag

Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, segist aldrei hafa séð annað eins á sínum verslunarferli þegar hann var beðinn um að lýsa stemmningunni í nýrri Nettó-verslun sem opnuð var í dag í Reykjanesbæ. Þegar verslunin opnaði kl. 10 í morgun voru tugir viðskiptavina sem biðu við innganginn og í allan dag hefur verslunin verið stútfull af fólki með troðnar innkaupakerrur. Fólk var enn að streyma inn í verslunina eftir kl. 19 í kvöld, en verslunin átti að loka kl. 19.

Óhætt er að segja að Nettó í Reykjanesbæ hafi fengið fljúgandi start og Sturla og aðrir stjórnendur fyrirtækisins voru ánægðir með daginn. Nettó í Reykjanesbæ ætli sér að taka þátt í samkeppni lágvöruverðsverslana af fullum krafti. Þá sé vöruúrvalið mun meira í Nettó en t.a.m. Bónus. Nettó-menn segja um 2000 fleiri vörunúmer hjá þeim en samkeppnisaðilanum.

Nettó í Reykjanesbæ lét rækilega vita af sér í Víkurfréttum í dag en þar voru tilboð og vörur auglýstar á 16 blaðsíðum. Vel var gengið á ýmsa tilboðsvöru nú undir kvöld en þegar Nettó opnar að nýju í fyrramálið verður búið að fylla á kæla og hillur að nýju.

Meðfylgjandi mynd var tekin yfir Nettó í Reykjanesbæ um kl. 14 í dag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024