Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Örtröð í nýrri Bónusverslun í Reykjanesbæ
Laugardagur 5. apríl 2003 kl. 11:01

Örtröð í nýrri Bónusverslun í Reykjanesbæ

Örtröð var í nýrri Bónusverslun á Fitjum í Njarðvík við opnun í morgun. Bónus-verslunin opnaði kl. 10 en stundarfjórðungi fyrir opnun var farin að myndast röð við inngang verslunarinnar. Fjölmörg opnunartilboð eru í nýju versluninni og gilda tilboðin í dag og á morgun eða meðan birgðir endast.Jóhannes Jónsson í Bónus opnaði verslunina formlega og ávarpaði viðskiptavini. Þar kom fram að hann hafi tekið á móti þúsundum símtala frá Suðurnesjamönnum í gegnum árin þar sem spurt væri hvort Bónus ætlaði ekki að opna á Suðurnesjum. Jóhannes sagði Suðurnesjamenn hafa verið duglega að versla í Bónusi í Hafnarfirði og Reykjavík, en nú hafi verið kominn tími á að opna verslun í Reykjanesbæ. Verslunin hér er sú þriðja stærsta af 20 Bónusverslunum á landinu.

Í dag kl. 15 mun Karlakór Keflavíkur syngja nokkur lög í versluninni á Fitjum.

Myndin: Örtröð í nýrri Bónusverslun í Reykjanesbæ í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024