Óróleikinn á Reykjanesskaga norðan við Meradali
„Skjálftahrinan sem hófst um hádegisbilið í gær, laugardag, á sér upptök á aflangri NA-lægri rein nokkru norðan við Meradali og 3-4 km. NA við Fagradalsfjall,“ segir Ari Tausti Guðmundsson, jarðfræðingur í pistli á Facebook.
„Á meðf. mynd má sjá bóla á tveimur fjöllum ofarlega til hægri. Handan þeirra er mest um skjálftana - þeir raðast í hefðbundna NA-sprungustefnu og hliðlægt við gossprunguna frá 2021 (sjá t.d. Skjálfta-Lísu Veðurstofunnar). Kl. 16.30 höfðu mælst um 465 skjálftar, margir á 4-8 km dýpi, örfáir á yfir 10 km dýpi og allmargir á 1-4 km dýpi. Eins og fram hefur komið er mat sérfræðinga að um kvikuhlaup geti vel verið að ræða. Það gæti lognast út af eða kvika brotið sér leið upp á yfirborðið. Æ fleiri grunnir skjálftar myndu benda til þess. Erfitt er að meta slíkt nú af dýptartölum í töflu á vefsíðu VÍ (vegna fjöldans) en ekki örgrannt að sú sé einmitt þróunin. Óvssustig auðvitað komið á.
Á myndinni er Roger Croft, skoskur náttúruverndarmaður með meiru.“ Mynd frá Ara Trausta.