Örninn tekinn upp í Grindavík
Fjölmörg atriði í nýrri þáttaröð Arnarins, hins geysivinsæla sjónvarpsþáttar, verða tekin upp í Grindavík um og eftir næstu helgi, af því er segir á vef Grindavíkurbæjar. Framleiðendur þáttarins voru með fund í Saltfisksetrinu í dag, m.a. til að svipast um eftir statistum. Tökur hér á landi fara fram í Reykjavík, Grindavík og í Eyjum þar sem Hallgrímur, aðalpersóna þáttanna á rætur sínar.