Örninn með í skrúfunni
Dragnótabáturinn Örn KE 14 fékk pokann í skúfuna í Garðsjónum í gær. Báturinn var dreginn inn til Helguvíkur þar sem kafari beið þess að skera skrúfuna lausa. Það tók skamma stund og Örninn hélt aftur til veiða, enda tími til að taka tvö höl, eins og skipsstjórinn komst að orði.Veiðin í Garðsjónum er ennþá með besta móti að sögn karlanna um borð sem blaðamaður ræddi við á kajanum í gær.