Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 16. janúar 2001 kl. 09:57

Örn KE fékk 9,5 tonn af fiski

Örn KE var á veiðum á Sandvíkinni sl. laugardag í snarvitlausu veðri en náði 9,5 tonnum af fiski í þremur köstum.
Aðeins tveir dagnótabátar frá Suðurnesjunum voru á sjó sl. laugardag en auk Arnar KE var Siggi Bjarna GK að veiðum á Sandvíkinni.
Karl Ólafsson, skipstjóri á Erni KE, segir einnig að ágætur afli hafi fengist sl. mánudag og þannig hafi Njáll RE fengið fimm til sex tonna hol í hádeginu þann daginn.
„Við fórum á Sandvíkina strax á mánudagsmorgun en þá var mikið af milliufsa á svæðinu þannig að við færðum okkur. Þegar við komum aftur var ufsinn farinn en þorskurinn að koma þannig að ég held að þetta geti orðið ágætt“, segir Karl Ólafsson en hann og fleiri sjómenn á vertíðarsvæðinu við SV-horn landsins, þakka nú sínum sæla fyrir að suðlægar áttir hafi náð yfirhöndinni í bili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024