ÖRN FÉKK Í SKRÚFUNA
Dragnótabáturinn Örn KE 14 fékk veiðarfærin í skrúfuna þegar báturinn var að veiðum um 20 sjómílur frá Keflavík síðdegis á mánudag. Annar dragnótabátur, Eyvindur KE 37, tók Örninn í tog og kom með hann til Keflavíkur þar sem kafari skar veiðarfærin úr skrúfunni. Eftir að hafa tekið nýja dagnót um borð í gær hélt Örn KE aftur til veiða í Faxaflóa.VF-myndir: Hilmar Bragi