ÖRN ÆVAR GÓÐUR Í WALES
Örn Ævar Hjartarson, Suðurnesjakylfingur stóð sig vel á alþjóðlegu golfmóti áhugamanna í Wales um síðustu helgi. Hann lenti í 4. sæti og var aðeins sex höggum á eftir sigurvegaranum. Örn Ævar lék á 294 höggum, 77-71-74-72. Hann er í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í Evrópumóti landsliða á Ítalíu um helgina. Tvö mót verða í Leirunni um helgina. Kvennamót á laugardag og Úrval-Útsýn punktamót þar sem leikin verður tvímenningur.