Örlítil fækkun í flugstöðinni í desember
Í fyrsta skipti síðan 2010 fækkaði farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nýliðnum desembermánuði. Fækkunin nam þó aðeins 558 farþegum og nemur breytingin aðeins -0,09 prósentum. Samdráttur varð í hópi skiptifarþega sem olli þessum tímamótum því komu- og brottfararfarþegum fjölgaði nokkuð frá því í desember í fyrra.
Skiptifarþegarnir eru engu að síður fjölmennasti hópurinn í flugstöðinni og var vægi þeirra í desember um 35 prósent. Allt árið 2018 var hlutfall þeirra hins vegar 39,5 prósent. Hafa ber í huga að skiptifarþegar eru tvítaldir.
Heildarfjöldi farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll árið 2018 voru 9,8 milljónir sem er aukning um eina milljón farþega frá metárinu í fyrra.
Búist er við einhverri fækkun á árinu 2019 í kjölfar samdráttar hjá WOW air.