Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Orlik brytjaður í smátt
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 3. júlí 2020 kl. 10:55

Orlik brytjaður í smátt

Rússneski togarinn Orlik hefur verið brytjaður í smátt og heyrir nú sögunni til. Togarinn dagaði uppi í Njarðvíkurhöfn í nokkur ár og var orðinn til mikilla vandræða í höfninni. Grindvíska fyrirtækið Hringrás eignaðist togarann og fékk að lokum heimild yfirvalda til að farga honum í höfninni í Narðvík. Þar hefur verið unnið við það síðustu mánuði að klippa skipið niður, bita fyrir bita. Síðasta stóra stykkið, hællinn af skipinu, var híft upp á bryggju á föstudag. Stykkið var heil 54 tonn. Það hefur nú verið klippt niður og komið í endurvinnslu. Nú á bara eftir að ganga frá svæðinu og skila því í sama formi og áður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024