Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Orkan styrkir Nes og Þroskahjálp
Föstudagur 12. nóvember 2004 kl. 17:34

Orkan styrkir Nes og Þroskahjálp

Nýir aðilar tóku við rekstri Orkunnar á Ftijum fyrir skemmstu. Það eru þeir Valur Margeirsson og Jón Þór Önundarson, en þeir héldu veglega opnunarhátíð í dag.

Af því tilefni lækkuðu þeir verð á bensíni og díselolíu og buðu upp á kökur og kaffi fyrir viðskiptavini.

Við það tilefni veittu þeir einnig veglega styrki til Íþróttafélagsins Ness og Þroskahjálpar.
Nes fékk 25.000 kr. peningastyrk og Þroskahjálp fékk eldsneytisstyrk að sömu upphæð.
VF-mynd/Þorgils Jón og Valur ásamt Kjartani frá Nes og Halldóri frá Þroskahjálp
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024