Orkan lækkar enn!
Bensínverð á Suðurnesjum heldur áfram að falla. Orkan hefur lækkað eldsneytisverð enn frekar eftir að ÓB jafnaði verðið á stöð sinni í Njarðvík. Nú kostar bensínlítrinn 89.80 kr. hjá Orkunni og díeselolían kostar 39,80 kr. Þar með hefur orðið 10 aura lækkun á lítra frá því í gær. Guðmundur Ingvarsson, hjá Orkunni á Fitjum, sagði að hann muni ávallt bjóða lægsta verðið.Það er því á valdi ÓB stöðvarinnar í Njarðvík að halda áfram lágu eldsneytisverði. Neytendur njóta á meðan stöðvarnar tvær keppa um bensíndropanna.