Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Orkan lækkaði verð á Fitjum í Njarðvík - Olís svaraði að bragði
Brosmildir Haukur og Hannes með betra verð á dælu. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 21. apríl 2021 kl. 15:42

Orkan lækkaði verð á Fitjum í Njarðvík - Olís svaraði að bragði

Barátta hóps Suðurnesjamanna fyrir lækkun á eldsneytisverði á Suðurnesjum er að skila árangri. Orkan á Fitjum lækkaði í morgun eldneytisverð á Fitjum um 5 kr. á lítrann og með lykli frá fyrirtækinu fást 10 kr. Í viðbót. Skömmu eftir lækkunina í morgun svaraði Olís með sömu lækkun. Orkan svaraði aftur með aðeins meiri lækkun í kjölfarið.

Forsvarsmenn Orkunnar segja lækkun á eldsneytisverði á Orkustöðinni á Fitjum vera svar við ákalli heimamanna og bæjarráðs Reykjanesbæjar við aðstoð á erfiðum tímum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir Haukur Hilmarsson og Hannes Friðriksson hittu forsvarsfólk Orkunnar í morgun og dældu eldsneyti á bíl Hannesar úr bleikri dælu. „Við erum ánægðir með viðbrögð Orkunnar og þeirra viðbrögðum þó svo að við vildum alltaf hafa enn lægra verð. Þetta er þó eitthvað,“ sögðu þeir og þegar VF heyrði í þeim eftir hádegi eftir að Olís hafði svarað voru þeir sáttir.

„Eftir fund með forsvarsmönnum átaksins um lægra eldsneytisverðs á Suðurnesjum og forsvarsmönnum bæjarráðs ákváðum við að leggja okkar að mörkum á erfiðum tímum og lækka verðið á Fitjum um fimm krónur. Ef heimamenn fá sér síðan Orkulykil þá geta þeir lækkað eldsneytisverð sitt enn frekar. Orkulykillinn gefur tíu króna afslátt á lítra og samtals eru þetta því lækkun um fimmtán krónur á lítra. Vonumst við til þess að þessi aðgerð verði til þess að létta undir með heimamönnum á erfiðum tímum. Við viljum sýna samfélagslega ábyrgð og leggja okkar af mörkum,“ segir Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Skeljungi sem á og rekur Orkuna.

Þeir Haukur og Hannes hafa farið fyrir þrýstihópi sem hefur hvatt olíufélögin til að bjóða lægra verð á Suðurnesjum og vísuðu til samfélagslegrar ábyrgðar. Nú er ljóst að rödd þeirra og hópsins hefur náð til nokkurra olíufélaga.

Haukur, Hannes og Orkufólk á Fitjum.

Þetta var lægsta verð sem hafði sést í langan tíma, að morgni síðasta vetrardags 21. apríl.