Örfyrirlestrar KPMG í Eldey frumkvöðlasetri
-Áætlanagerð og Lean straumlínustjórnun
Ráðgjafar KPMG verða með stuttar kynningar í Eldey frumkvöðlasetri, Grænásbraut 506, miðvikudaginn 13. janúar kl. 9:00.
Þeir Flosi Eiríksson, verkefnastjóri og Kári Steinn Karlsson, sérfræðingur munu flytja tvo stutta fyrirlestra um afmörkuð málefni en gert er ráð fyrir að fundarmenn geti spurt og spjallað við þá jafnharðan að fyrirlestrum loknum gefst kostur á að fá stutta fundi með þeim félögum til að ræða einstök viðfangsefni eða hvað KPMG getur mögulega gert til aðstoða fólk.
Áætlunargerð
Fjallað um helstu atriði sem ber að hafa í huga við áætlanagerð, hverju þarf að huga að og hvernig er best að byggja um slíka vinnu. Sýnt einfalt líkan, virkni þess og möguleikar en áhugasamir geta síðan fengið aðgang að líkaninu. Í allri áætlunargerð skipta fumlaus og skipulögð vinnubrögð meginmáli.
„Lean“ (straumlínustjórnun)
Kynning á Lean miðuð fyrir áheyrendur sem þekkja lítið til aðferðafræðinnar. Fjallað verður um undirstöðuatriði Lean sem hefur notið vaxandi vinsælda meðal fyrirtækja síðustu ár. Farið verður yfir uppruna og þróun Lean í gegnum árin og af hverju aðferðafræðin hefur notið vaxandi vinsælda. Jafnframt verður farið yfir grunnhugsunina sem aðferðafræðin byggir á ásamt helstu „verkfærum“ og úrlausnaraðferðir sem notaðar eru í Lean með sérstaka áherslu á 5S aðferðafræðina.
■ Kári Steinn Karlsson hefur sterkan bakgrunn í rekstrargreiningu og fjármálum og hefur sérhæft sig í ferlagreiningum og straumlínustjórnun síðustu 5 ár. Kári hefur komið að fjölmörgum verkefnum á sviði innkaupa, m.a. fyrir Isavia, Heklu, ÁTVR og Icelandair Technical Services.
■ Flosi Eiríksson hefur tekið þátt í afar fjölbreytum verkefnum á svið áætlunargerðar og margvíslegra annarra verkefna. Hann hefur kennt á námsskeiðum Gulleggsins og er einn af þeim sem ber ábyrgð á þjónustu KPMG við frumkvöðla. Flosi stýrir nú viðskiptaþróun KPMG