Orðin leiðtogi Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi
Helga Sigrún Harðardóttir úr Njarðvíkum er heldur betur í rússibanaferðalagi innan Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hún kom inn sem varamaður Bjarna Harðarsonnar, þegar hann sagði af sér þingmennsku fyrir réttri viku. Nú viku síðar er hún orðinn leiðtogi Framsóknarmanna í kjördæminu í kjölfar þess að Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku í dag.
Helga Sigrún er 8. þingmaður Suðurkjördæmis og var, áður en hún settist á þing, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins. Hún var sett í 3. sæti framboðslista flokksins í kjördæminu eftir að Hjálmar Árnason afþakkaði sætið í kjölfar prófkjörs þar sem bæði Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson urðu ofar en Hjálmar.
Í samtali við Víkurfréttir í dag þakkaði Hjálmar fyrir að vera ekki lengur á vettvangi stjórnmálanna. Hann hafi ekki sótt pólitískan fund síðan hann hætti á Alþingi. Hann er í dag í stjórnunarstöðu hjá Keili á Keflavíkurflugvelli.
Sæti Guðna á Alþingi tekur Eygló Harðardóttir frá Vestmannaeyjum. Ekki náðist í Helgu Sigrúnu við vinnslu fréttarinnar.