OR samþykkir orkusölu til Helguvíkurálvers
Orkuþörf fyrirhugaðs álvers í Helguvík hefur verið fullnægt eftir að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í vikunni að skuldbinda sig til að útvega Norðuráli 100MW til álframleiðslu til 25 ára. Jafnframt var gengið frá orkuverði en gert er ráð fyrir að afhenda orkuna frá og með árinu 2010.
Hitaveita Suðurnesja hafði áður undirritað viljayfirlýsingu um að útvega álverinu um 60% af áætlaðri orkuþörf.