Opnunarhátíð á Fitjum
Opnunarhátíð verður á Fitjum alla helgina þegar fyrirtækin sem þar eru fagna formlega opnun verslunarmiðstöðvarinnar. Níu verslanir og þjónustufyrirtæki hafa hreiðrað um sig í verslunarmiðstöðinni á Fitjum. Það eru Bónus, Hagkaup Sérvara, BT, Subway, Fiskisaga, Gallerý Kjöt, Bakaríið Kornið, Húsasmiðjan og Blómaval.
Í síðustu Víkurfréttum var átta síðna blaðauki með auglýsingum frá fyrirtækjunum þar sem þau auglýsa tilboð og afslætti sem verða í boði um helgina. Þá ætar Gallerý Kjöt að grilla fyrir gesti og gangandi í dag. Meðfylgjandi mynd tók Þorgils Jónsson yfir nýju verslunarmiðstöðina nú í vikunni.