Opnunarathöfn á föstudag
Iðnaðarmenn eru nú að leggja lokahönd á framkvæmdir við nýja viðbygginngu Sundmiðstöðvarinnar í Keflavík en formleg opnunarathöfn verður á föstudaginn. Á laugardaginn verður sundlauginn nýja svo opnuð almenningi.
Byggingin hýsir nýja 50 metra innisundlaug og vatnsgarð og gjörbreytir allri aðstöðu við sundmiðstöðina. Ekki síst ætti þessi viðbót að kæta keppnisfólkið þar sem laugin mun uppfylla allar kröfur sem keppnislaug fyrir öll innanlandsmót, Norðurlandamót og alþjóðleg mót.
Mynd: Iðnaðarmenn eru þessa vikuna að ljúka framkvæmdum við nýju innilaugina, sem verður opnuð í vikulokin. VF-mynd:elg
Byggingin hýsir nýja 50 metra innisundlaug og vatnsgarð og gjörbreytir allri aðstöðu við sundmiðstöðina. Ekki síst ætti þessi viðbót að kæta keppnisfólkið þar sem laugin mun uppfylla allar kröfur sem keppnislaug fyrir öll innanlandsmót, Norðurlandamót og alþjóðleg mót.
Mynd: Iðnaðarmenn eru þessa vikuna að ljúka framkvæmdum við nýju innilaugina, sem verður opnuð í vikulokin. VF-mynd:elg