Opnun Kompunnar á nýjum stað frestast um nokkra daga
Af óviðráðanlegum orsökum verður nokkura daga töf á því að nytjamarkaðurinn Kompan opni á nýjum stað við Smiðjuvelli 5 í Reykjanesbæ. Stefnt er að því að markaðurinn nái að opna sem fyrst og verður opnun hans auglýst sérstaklega. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er nýlega tekin við rekstri Kompunar af Rauða krossinum og mun verslunin því flytjast í nýtt húsnæði sem í eina tíð hýsti Húsasmiðjuna. Það hefur tekið aðeins lengri tíma að gera nýja húsnæðið tilbúið og því dregst opnun á nýjum stað um nokkra daga.
VF-Mynd: Ný húsakynni Kopunnar