Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opnun á sýningu Heidi Strand í Saltfisksetrinu
Þriðjudagur 6. júlí 2004 kl. 16:06

Opnun á sýningu Heidi Strand í Saltfisksetrinu

Þann 10. júlí kl. 14 verður opnuð í  Saltfisksetrri Íslands í Grindavík einkasýning á textílverkum eftir Heidi Strand Kristiansen. Þau eru öll unnin með ásaumi, vattstungu og ullarflóka.Þetta er þriðja sýningin með þessu þema, tvær þær fyrstu voru haldnar í Øksnes og á menningarvikunni í Sortland í Vesterålen í Norður-Noregi í mars í ár.

Heidi hefur áður haldið einkasýningar á verkum sínum á Íslandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð auk þess sem hún hefur átt verk á samsýningum í Bandaríkjunum, Ungverjalandi og Frakklandi.

Þetta er 17. einkasýning Heidi. Verkin á henni eru um fimmtán talsins og öll unnin á árunum 1992 til 2002.

Sýningin er opin alla daga frá kl. 11 til kl. 18 og aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 2. ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024