Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Opnun á sýningu Heidi Strand í Saltfisksetrinu
Þriðjudagur 6. júlí 2004 kl. 16:06

Opnun á sýningu Heidi Strand í Saltfisksetrinu

Þann 10. júlí kl. 14 verður opnuð í  Saltfisksetrri Íslands í Grindavík einkasýning á textílverkum eftir Heidi Strand Kristiansen. Þau eru öll unnin með ásaumi, vattstungu og ullarflóka.Þetta er þriðja sýningin með þessu þema, tvær þær fyrstu voru haldnar í Øksnes og á menningarvikunni í Sortland í Vesterålen í Norður-Noregi í mars í ár.

Heidi hefur áður haldið einkasýningar á verkum sínum á Íslandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð auk þess sem hún hefur átt verk á samsýningum í Bandaríkjunum, Ungverjalandi og Frakklandi.

Þetta er 17. einkasýning Heidi. Verkin á henni eru um fimmtán talsins og öll unnin á árunum 1992 til 2002.

Sýningin er opin alla daga frá kl. 11 til kl. 18 og aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 2. ágúst.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25