Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opnar frískápur í Reykjanesbæ?
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 7. febrúar 2022 kl. 06:18

Opnar frískápur í Reykjanesbæ?

Anna Karen Sigurjónsdóttir, sjálfbærnifulltrúi, mætti á síðasta fund framtíðarnefndar Reykjanesbæjar undir liðnum „Matarsóun – Hringrásarkerfið“ og kynnti svokallaðan frískáp en það er hugtak sem sameinar orðin „frítt“ og „ísskápur“. 

Hugmyndin er að þangað geti fólk farið með matvæli sem það ætlar sér ekki að nýta. Með þessu er verið að stuðla að hringrásarhagkerfi og minnka matarsóun. Nú þegar eru tveir slíkir skápar starfræktir á landinu, einn í Reykjavík og annar á Höfn í Hornafirði, en mörg hundruð frískápar eru starfræktir um allan heim og eru þekktir undir heitinu freedge.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki kemur fram í gögnum fundarins hvort ákvörðun hafi verið tekin um að opna frískáp í Reykjanesbæ.