Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Opnað fyrir umsóknir um tímabundin störf
Miðvikudagur 12. maí 2010 kl. 16:53

Opnað fyrir umsóknir um tímabundin störf

Sérstakt atvinnuátak ríkisstjórnarinnar hófst formlega í dag kl.16:00 þegar opnað var fyrir umsóknir um fjöldann allan af spennandi tímabundnum störfum hjá hinu opinbera. Umsóknarfrestur er ein vika.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í dag, miðvikudaginn 12. maí kl.16:00 var opnað fyrir umsóknir um ríflega 800 ný störf sem ríkisstjórnin kynnti síðastliðna helgi. Einungis verður opið fyrir umsóknir í eina viku en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 19. maí. Umsækjendur sækja um störfin með því að stofna notendaaðgang á vef Vinnumálastofnunar www.vmst.is. Þar er ennfremur hægt að skoða nákvæma lýsingu á hverju starfi fyrir sig.


Um er að ræða tímabundin störf sem standa námsmönnum jafnt sem atvinnuleitendum til boða og nemur ráðningartímabil þeirra allt frá 6 vikum upp í 6 mánuði. Störfin eru fjölbreytt og spanna allt frá vefsíðugerð til rannsókna á áhrifum eldfjallaösku á þotuhreyfla. Stefnt er að því að ljúka ráðningum í flest störfin fyrir lok maímánaðar.


Ráðið verður í fjölda spennandi starfa. Meðal þeirrar eru:


o Örnefnaskráning
o Gróðurkortagerð
o Þróun seltuvirkjunar
o Skráning á tvíhliða samningum Íslands og ESB
o Gerð landnýtingaráætlunar fyrir hálendið
o Fréttaveita sprotafyrirtækja
o Markaðsrannsóknir
o Ræða við eldra fólk, staðsetja og skrá sögu eyðibýla í þjóðgarði Snæfellsjökuls
o Hreinsun úr geymslum sjúkrahússins á Akureyri
o Staðarhaldari í Þingeyrarkirkju
o Skráning á yfirnáttúrlegum minnum í fornaldarsögu Norðurlanda
o Rannsóknir á áhrifum eldfjallaösku á flugvélahreyfla
o Skráning á 50.000 lengdarmetrum af borkjörnum
o Stígagerð og stikun gönguleiða í Vatnajökulsþjóðgarði
o Mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland
o Vöktun flúors í vatnsbólum og túnum undir Eyjafjöllum
o Rannsóknir á þýskum útboðsmarkaði
o Markaðssetning á netinu
o Endurskoðun lyfjalaga
o Skráning friðlýstra kirkjugripa
o Vefsíðugerð fyrir Listasafn Íslands
o Verkamannastörf með sjálfboðaliðum á friðlýstum svæðum
o Útvarpsþáttagerð hjá Ríkisútvarpinu
o Grisjun þjóðskóga með keðjusög
o Viðhald á veðurstöðvum
o Ástandsskoðun á borholum
o Niðurrif á úreltum sauðfjárveikivarnagirðingum