Opnað fyrir umferð um nýtt hringtorg
Opnað hefur verið fyrir umferð um nýtt hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í Reykjanesbæ. Framkvæmdum við hringtorgið er ekki lokið en verklok eru áætluð þann 15. september.
Framkvæmdum var hraðað við torgið til að greiða fyrir umferð nú á Ljósanótt.
Framkvæmdum við hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Þjóðbrautar mun jafnframt ljúka 15. september nk.
Nýja hringtorgið á mótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu. VF-myndir: Hilmar Bragi