Opnað fyrir umferð í næstu viku
Framkvæmdir ganga vel við hringtorgið á mótum Njarðarbrautar og Flugvallarvegs og er búist við að hægt verði að hleypa á það umferð í næstu viku.
Í dag stóðu yfir malbikunarframkvæmdir en ennþá á eftir að steypa kantstein. Er það háð veðri þar sem ekki er hægt að steypa í miklum kulda.
VF-mynd/Þorgils