Opna gistiheimili í Grindavík
Hjónin Björk Sverrisdóttir og Magnús Arthúrsson hafa opnað gistiheimili í Grindavík en þau keyptu stórt einbýlishús og hafa breytt því í gistiheimili. Aðeins hefur tekið um mánuð að undirbúa húsið fyrir opnun og hefur gistiheimilið fengið nafnið Heimagisting Borg.
"Við höfum fengið góð viðbrögð og það hefur gengið mjög vel að fá öll leyfi. Það er greinilega þörf fyrir svona heimagistingu hér og við erum bjartsýn á komandi tíma. Alls eru sjö herbergi til notkunar og geta tólf manns gist hjá okkur auk þess sem við erum með kojur fyrir börn og svo auðvitað barnarúm fyrir yngstu börnin," sögðu þau Björk og Magnús þegar Víkurfréttir litu við hjá þeim.
Það er alltaf gott þegar framtaksamt fólk tekur sig til og gerir góða hluti og ef eitthvað er að marka spár um aukningu ferðamanna ætti þetta framtak þeirra að ganga vel.
"Við höfum fengið góð viðbrögð og það hefur gengið mjög vel að fá öll leyfi. Það er greinilega þörf fyrir svona heimagistingu hér og við erum bjartsýn á komandi tíma. Alls eru sjö herbergi til notkunar og geta tólf manns gist hjá okkur auk þess sem við erum með kojur fyrir börn og svo auðvitað barnarúm fyrir yngstu börnin," sögðu þau Björk og Magnús þegar Víkurfréttir litu við hjá þeim.
Það er alltaf gott þegar framtaksamt fólk tekur sig til og gerir góða hluti og ef eitthvað er að marka spár um aukningu ferðamanna ætti þetta framtak þeirra að ganga vel.