Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opinn laugardagsfundur um atvinnu- og efnahagsmál
Fimmtudagur 22. september 2011 kl. 16:09

Opinn laugardagsfundur um atvinnu- og efnahagsmál

Á næsta laugardagsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ verða atvinnu- og efnahagsmál í brennidepli.  Sérstakur gestur fundarins er Kristján L. Möller, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, en hann mun í framsögu sinni fara  m.a. annars yfir rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða og skoðar Kristján Reykjanesið sérstaklega. Þá munu þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þau Björgvin G. Sigurðsson, Oddný Harðardóttir og Róbert Marshall ræða stöðuna og verkefnin framundan og svara spurningum fundarmanna.
 
Fundurinn hefst kl. 11.00 á laugardaginn og er í Samfylkingarsalnum (Sal Sálarrannsóknarfélagsins) Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn.  Allir velkomnir og heitt á könnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024