Opinn kynningarfundur fyrir frumkvöðla
Á morgun verður haldinn opinn kynningarfundur fyrir frumkvöðla í Eldey, Grænásbraut 506 Ásbrú, þar sem kynnt verður stuðningsumhverfið á Suðurnesjum.
Fundurinn hefst 9:30 og verður boðið upp á kaffi og veitingar. Heklan mun kynna starfsemi sína sem og Nýsköpunarmiðstöð Íslands auk þess sem námskeið framundan verða kynnt. Við hvetjum sem flesta til þess að mæta.