Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opinn fyrirlestur: Hvernig stuðlum við að bættri heilsu barnanna okkar?
Mánudagur 21. febrúar 2011 kl. 10:56

Opinn fyrirlestur: Hvernig stuðlum við að bættri heilsu barnanna okkar?

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco; og Keilir, Miðstöð Vísinda, Fræða og Atvinnulífs bjóða landsmönnum upp á opinn fyrirlestur með Dave Jack, einum aðalfyrirlesara Þjálfarabúða Heilsuskóla Keilis næstkomandi miðvikudagskvöld kl 20:00. Fyrirlesturinn fer fram í Andrews leikhúsinu að Ásbrú í Reykjanesbæ.

Á þessum opna fyrirlestri ætlar Dave að ræða vaxandi heilsubresti í samfélaginu okkar og beina athyglinni að börnunum okkar. Hvað getum við sem foreldrar gert til að stuðla að bættri heilsu barnanna okkar og hvað getum við sem þjálfarar gert?
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Skráðu þig hér:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=103803759699471

 


Um Dave Jack:

Árið 2008 valdi tímaritið Men‘s Health Dave Jack einn besta þjálfara Bandaríkjanna. Dave hefur á undanförnum árum aflað sér mikilla vinsælda sem þjálfari og fyrirlesari. Dave vinnur jafnhliða með topp íþróttamönnum og almenningi og hefur mikla ástríðu fyrir að bættu almennu heilsufari. Dave vakti mikla athygli með verkefninu „Truth on Health“ sem hann vann með Paul Pierce, fyrirliða NBA liðs Boston Celtics, sem og með verkefninu „FitSchools“, sem er hvatakerfi fyrir bætta íþróttakennslu innan skóla í Bandaríkjunum. Dave er einn aðalfyrirlesara á þjálfarabúðum Heilsuskóla Keilis sem verða haldnar næstu helgi.