Opinn fundur VG í Reykjanesbæ í dag
Vegna leiks Íslands við Japan í HM í handbolta í kvöld hefur opnum fundi VG sem haldinn verður í Reykjanesbæ verið flýtt og hefst hann kl. 18:00.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð boðar opinn stjórnmálafund á Flughótel í Keflavík kl.18:00, mánudaginn 17. janúar. Á fundinum verða þingmenn VG þau Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, og Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, og Atli Gíslason, þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Suðurnesjamenn hvattir til þess að nýta þetta tækifæri til samræðu við ráðherra og þingmenn flokksins. Heitt á könnunni, segir í tilkynningu.