Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opinn fundur um Nesvelli á Kaffi Duus í kvöld
Mánudagur 11. nóvember 2013 kl. 10:02

Opinn fundur um Nesvelli á Kaffi Duus í kvöld

Samfylkingin í Reykjanesbæ heldur opinn upplýsinga- og umræðufund um framtíðarskipan þjónustu fyrir aldraða á Suðurnesjum á Kaffi Duus mánudagskvöldið 11. nóvember kl. 20.

Á fundinum verður farið yfir stöðuna í samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum um rekstur hjúkrunarheimila og farið yfir helstu atriði fyrirliggjandi samnings við Hrafnistu um rekstur Nesvalla sem samþykktur var á fimmtudaginn af bæjarráðsfulltrúum Sjálfstæðismanna og bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. Samningurinn verður lagður fyrir aukafund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þriðjudaginn 12. nóvember til samþykktar.

„Með upplýsinga- og umræðufundinum á Kaffi Duus viljum við gera okkar til þess að bæjarbúar séu sem best upplýstir um stöðu mála,“ segir í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjanesbæ.

Fundurinn hefst kl. 20.00 í kvöld mánudagskvöld 11. nóvember og eru allir velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024