Opinn fundur SA um atvinnumálin í Reykjanesbæ
Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um atvinnumálin í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 17. Fundurinn fer fram í Stapa. Fjallað verður um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör þjóðarinnar.
Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um tækifærin sem eru til staðar í atvinnulífinu og hvað þurfi að gera til að árangur náist. Þá mun Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia einnig taka til máls.
Á fundinum verður leitað eftir hugmyndum þátttakenda sem geta nýst við mótun sameiginlegrar atvinnustefnu með Alþýðusambandi Íslands eins og ákveðið var að ráðast í við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í janúar. Í kjölfarið verður stefnan lögð fyrir stjórnmálaflokkanna og óskað eftir viðbrögðum þeirra.
Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.
Fundargestir fá nýtt tímarit SA: Fleiri störf - betri störf.