Opinn fundur í Sandgerði: vill aukna samvinnu
Á opnum fundi sem Sandgerðislistinn hélt sl. fimmtudag á veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði var samþykkt ályktun þar sem fundurinn m.a. hvetur Suðurnesjamenn til aukinnar samvinnu í atvinnumálum. Fundurinn var vel sóttur en um 80 manns voru á fundinum og þar á meðal fjöldi þingmanna, bæði núverandi og tilvonandi. Fjölmargir tóku til máls og sköpuðust heitar umræður um atvinnumál og kvótamál.
Ályktun
„Opinn fundur Sandgerðislistans haldinn á Veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði 23. janúar 2003 hvetur Suðurnesjamenn til aukinnar samvinnu til eflingar atvinnulífs á svæðinu. Þingmenn, sveitarstjórnir, fyrirtæki og hagmunasamtök þurfa að taka höndum saman til að nýta þau sóknarfæri sem bjóðast Suðurnesjum. Sóknarfærin er m.a. að finna í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Þá eru tækifærin sem fylgja nálægð við alþjóðlegan flugvöll og batnandi samgöngur nær óteljandi. Þessi sóknarfæri þarf að nýta!“
Ályktun
„Opinn fundur Sandgerðislistans haldinn á Veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði 23. janúar 2003 hvetur Suðurnesjamenn til aukinnar samvinnu til eflingar atvinnulífs á svæðinu. Þingmenn, sveitarstjórnir, fyrirtæki og hagmunasamtök þurfa að taka höndum saman til að nýta þau sóknarfæri sem bjóðast Suðurnesjum. Sóknarfærin er m.a. að finna í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Þá eru tækifærin sem fylgja nálægð við alþjóðlegan flugvöll og batnandi samgöngur nær óteljandi. Þessi sóknarfæri þarf að nýta!“