Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opinn forvarnardagur í tilefni umferðar- og öryggisátaks
Þriðjudagur 27. september 2005 kl. 13:00

Opinn forvarnardagur í tilefni umferðar- og öryggisátaks

Brunavarnir Suðurnesja og Reykjanesbær efna til opins forvarnardags miðvikudaginn 28. sept. nk. sem er liður í umferðar- og öryggisátaki í samstarfi við: 88 húsið, Lögreglu, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tryggingafélög

Markmið forvarnardagsins er að vekja áhuga ungra ökumana á öryggisþáttum í umferðinni með ýmsum hætti.

Margvísleg dagskrá er fyrirhuguð svo sem:
Fyrirlestur um forvarnir fyrir unga væntanlega ökumenn, árekstrarsleði, ölvunargleraugu, sýnishorn af slysavettvangi, kynning á starfsemi 88 hússins svo eitthvað sé nefnt.

Dagskráin hefst kl. 9:00 - 12:00 og verður síðan endurtekin
kl. 12:00 - 14:00 og í þriðja sinn kl. 14:00 - 16:00.

Með degi þessum er markmiðið að ná til ungmenna þar sem þau eru næstu ökumenn framtíðarinnar með það í huga að fækka slysum og auka þar með öryggi allra í umferðinni.

Texti af vef Reykjanesbæjar Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024