Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opinn dagur í gömlu herstöðinni í dag
Sunnudagur 20. maí 2007 kl. 01:37

Opinn dagur í gömlu herstöðinni í dag

Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbær standa fyrir opnum degi á gömlu herstöðinni í dag, sunnudaginn 20. maí, og kynna starfsemi sína og þjónustu í skólahúsnæði Keilis frá kl. 14 – 17.

Í sal skólahúsnæðis fer einnig fram sérstök kynning á frumgreinadeild, flugakademíu, Keili, og Reykjanesbæ kl. 14:00 og 16:00.

Hægt verður að skoða og sækja um hinar glæsilegu leiguíbúðir fyrir háskólanema, bæði fjölskyldu og einstaklings. Einnig verður íþróttahúsið, leikskólinn og sundlaugin til sýnis. Hoppukastalar og ævintýraland fyrir börnin. Grillpylsur frá SS og ískalt kók frá Vífilfelli.

Allir velkomnir!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024