Opið hús í Lækningalind Bláa lónsins
- í tilefni af Alheimsdegi Psoriasis þriðjudaginn 29. október.
Opið hús verður í Bláa Lóninu Lækningalind í tilefni af Alheimsdegi Psoriasis þriðjudaginn 29. október frá kl. 13.00 -20.00.
Fulltrúi Psoriasis Samtakanna á Íslandi verður á staðnum frá kl. 13.00 – 16. 00 og veitir upplýsingar um starfsemi samtakanna.
Esther Hjálmarsdóttir, hjúkrunfræðingur Bláa Lónsins, mun veita upplýsingar um Bláa Lóns psoriasis meðferðina. Gestum gefst kostur á að prófa meðferðina sér að kostnaðarlausu.
Einnig verður kynning á Blue Lagoon húðvörum, en þær eru mikilvægur hluti af Bláa Lóns psoriasis meðferðinni.
Læsi á eigin líðan – fyrirlestur og Pílates æfingar
Pílates æfingar undir leiðsögn Bjargeyjar Aðalsteinsdóttur verða í boði kl. 16. 30. Í framhaldi af æfingunum mun Bjargey flytja erindi sem kallast Læsi á eigin líða. Í erindinu mun hún fjalla um það sem við getum gert til að bæta heilsuna og auka vellíðan. Farið verður yfir mikilvægi þess að læra inn á og lesa betur í eigin líðan og þjálfa okkur að bregðast við aðstæðum samkvæmt því.
Hún mun einnig fjalla um mikilvægi þess að þekkja sjálfa sig og þau ólíku hlutverk sem við tökumst á við á degi hverjum. Bjargey mun einnig fjalla um það hvernig við getum aukið hamingjuhórmón í líkamanum sem láta okkur líða betur.
Léttar veitingar verða í boði, segir í tilkynningu frá Bláa lóninu.