Opið hús í Kaffitár á laugardaginn
Kaffitár hefur tekið nýja kaffibrennslu í notkun og opnað nýtt, glæsilegt kaffihús og verslun að Stapabraut 7 í Njarðvík. Að þessu tilefni verður opið hús laugardaginn 15. nóvember frá kl. 10:00 til 16:00. Auk þess sem gestum er boðið að skoða húsið mun Ragnheiður brennslumeistari brenna kaffi kl. 11 og 14 og kaffismökkun verður kl. 12 og 15. Þennan dag mun opna ljósmyndasýning og er hún tileinkuð kaffi. „Við verðum með heitt kaffi á könnunni og vonumst að sjá sem flesta kaffiunnendur”, segir Aðalheiður Héðinsdóttir eigandi Kaffitárs í samtali við Víkurfréttir.