Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opið hús í Eldey frumkvöðlasetri
Miðvikudagur 25. nóvember 2015 kl. 15:10

Opið hús í Eldey frumkvöðlasetri

Frumkvölðlar í Eldey frumkvöðlasetri verða með opið hús á fimmtudögum í vetur og fram að jólum verður áhersla lögð á heilsu og heilsuvörur sprotafyrirtækja.

Alexandra Cruz einkaþjálfari, lögfræðingur og lífsstílsþjálfari flytur stutt erindi um það hvernig halda megi góðum lífsstíl yfir jólin og boðið verður upp á heilsudrykk að hætti hússins.

SkinBoss kynnir nýjar íslenskar húðsnyrtivörur - kaffiskrúbb og baðsalt.
Geosilica kynnir kísilvatn og leyfir gestum að smakka.

Kynntur verður sykurlaus áfengur Cider.
Kristjana kynnir Nökkva Herraslaufur.
Ragna stína verður með handgerða barnasmekki, hárbönd og slaufur.
Sóley mun bjóða gestum upp á fría lífsstílsmælingu.

Í setrinu starfa fjölbreytt sprotafyrirtæki og opið verður inn á vinnustofur hjá fatahönnuðum og í smiðjur.

Notaleg kaffihúsastemmning í skammdeginu. Húsið opnar 18:00 og er opið til 21:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024