Opið hús hjá Brunavörnum Suðurnesja í dag
Brunavarnir Suðurnesja bjóða gestum og gangandi í heimsókn í dag í tilefni af 112 deginum. Þar verður opið hús á milli kl. 14 og 18. Almenningi gefst þá kostur á að ræða við starfsmenn og skoða margvíslegan búnað.
Þegar á bjátar höfum við aðgang að geysilega öflugu neti viðbragðsaðila og hjálparliðs í gegnum eitt samræmt neyðarnúmer fyrir landið og miðin – 112. Með einu símtali í 112 er unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutningamenn, lækna, hjálparlið sjálfboðaliða og barnaverndarnefndir. Yfir 300 þúsund erindi bárust 112 á síðasta ári.