Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Opið að gosstöðvunum í dag
Föstudagur 19. ágúst 2022 kl. 10:38

Opið að gosstöðvunum í dag

Eldgosasvæðið í Meradölum er opið í dag.   

Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar á safetravel.is á slóðinni:   https://safetravel.is/eldgos

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 Upplýsingar um fjölda fólks sem fer um gossvæðið má finna á heimasíðu Ferðamálastofu:  https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/is/ferdamenn-a-islandi/gosslod-geldingadalir  Gera má ráð fyrir að þessar tölur séu mun hærri.

Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega.   Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu.  Sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar:  https://www.ust.is/

Spá Veðurstofunnar um gasdreifingu

Norðan 5-13 m/s í dag (föstudag) og skúrir, en 8-15 undir kvöld. Gasmengun ætti því að berast í suðurátt frá gosstöðvunum.

Mikilvæg skilaboð frá Veðurstofu fyrir þá sem ætla að fara að gosstöðvunum

  • Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgossins með vindinn í bakið.
  • Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í lægðum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan.

Foreldrum með börn yngri en 12 ára verður snúið frá leið A af öryggisástæðum að svo stöddu.  Áætla má að ferðalagið taki að lágmarki 5 til 6 klukkustundir.  Gætt getur gasmengunar á gönguslóð og þá sérstaklega í nálægð við gosið.  Börn hafa minna þol gagnvart loftmengun og eru skilgreind sem viðkvæmur hópur.  Þá er ekki ráðlegt að börn dvelji lengur en 15 mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum, sjá upplýsingar á heimasíðu embættis landlæknis.

Börnum yngri en 12 ára er ekki hleypt að gosinu sjálfu og fylgjast viðbragðsaðilar með umferð við upphaf gönguleiðar A að gosinu.  Göngumenn fari gætilega og haldi sig fjarri hraunjaðri.  Þá er vakin athygli á því að enn er unnið að lagfæringum á þessari leið.

Öryggisreglur sæta reglulega endurskoðun. 

Foreldrum ungra barna er bent á auðvelda gönguleið inn í Nátthaga þar sem skoða má hraunið sem rann í gosinu í fyrra.  Þaðan sést ekki til gossins inn í Meradölum.